Þær Þorbjörg Skúladóttir og Sigurborg Ólafsdóttir úr Kvenfélagi Kjósarhrepps komu færandi hendi til okkar í gær með 250.000 króna styrk til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fyrr um daginn komu þær stöllur við hjá björgunarsveitinni Kili í sinni heimasveit og færðu sveitinni sömu upphæð. Í Kvenfélagi Kjósarhrepps eru 18 konur sem styrktu leitar- og björgunarstarf í landinu um 500.000 krónur. Fyrir það þökkum við innilega.