Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Klippt og styrkt

Skærin gengu ótt og títt á 101 Hárhönnun síðastliðinn föstudag en þá klipptu stelpurnar á stofunni og styrktu um leið Slysavarnafélagið Landsbjörg. Þær fengu söfnunarbauk frá okkur og í hann komu 242.290 krónur. Dálagleg upphæð það sem kemur að góðum notum hjá björgunarsveitunum.

Á myndinni eru þær Linda Dögg, Sigurbjörg Sara, Kristbjörg og Fía. Þær Svanhildur, Auður og Sigurbjörg gáfu sér ekki tíma fyrir myndatökuna, þær voru uppteknar við að klippa.

Til baka HringduGerast bakvörður