Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Yfir 100 manns á ráðstefnu um viðbragðskerfið á Íslandi

Er viðbragðskerfið á Íslandi sprungið vegna fjölgunar ferðamanna?

Þeirri spurningu var reynt að svara á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í dag af Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Háskólanum á Akureyri og stöðu Nansens prófessors í heimskautafræðum. Fyrr rétt um sjö árum var fjöldi ferðamanna sem til landsins kom innan við hálf milljón en áætlaður fjöldi á þessu ári er 2,5 milljón.

Kjartan Ólafsson lektor við Háskólann á Akureyri og formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði ræddi í erindi sínu um þær áskoranir sem geta falist í því að byggja mikilvæga hluta af viðbragðskerfi samfélagsins á framlagi sjálfboðaliða. Hann benti á að í fámennu samfélagi á borð við Ísland sé sennilega alltaf óhjákvæmilegt að einhvern hluta viðbragðskerfisins þurfi að byggja á sjálfboðaliðum.

Mikilvægast sé að horfast í augu við það og byggja kerfið upp með þeim hætti að sjálfboðaliðarnir séu til taks þegar á þarf að halda og í stakk til að starfa með þeim fagaðilum sem sinna slíkri þjónustu dags daglega. „Margskonar smáverkefni sem rata á borð björgunarsveita eru þess eðlis að spyrja má hvort aðrir aðilar gætu ekki í raun sinnt þeim en hinsvegar geta þessi verkefni líka stuðlað að því að viðhalda kerfinu og bæta viðbragðið þegar koma stærri og flóknari verkefni“.

Auk Kjartans voru frummælendur Jessica Shadian prófessor við Háskólann á Akureyri og Háskólann í Toronto, Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri og Viðar Magnússon yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa.

Í lok ráðstefnunnar settust í panel til að ræða málefnið Jón Gunnarsson ráðherra, Smári Sigurðsson formaður félagins, Halla B. Björnsdóttir lögreglustjóri, Eva Björk Harðardóttir varaformaður Ferðamálaráðs, Ásgrímur L. Ásgrímsson frá Landhelgisgæslu og Viðar Magnússon yfirlæknir.

Til baka HringduGerast bakvörður