Í tilefni WOW Cyclothon hjólakeppninnar gaf fyrirtækið GÁP Slysavarnafélaginu Landsbjörg fjögur Mongoose fjallahjóla til notkunar við leitar- og björgunarstörf.
Það voru þau Svanfríður úr stjórn og Hrafnhildur og Simbi frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ sem tóku á móti hjólunum fyrir hönd félagsins. Sagði Svanfríður við það tilefni að búnaður björgunarfólks væri í sífelldri endurnýjun og því ljóst að þessi gjöf kæmi sér vel. Hjól væru oft notuð í leitaraðgerðum á stígum og stöðum sem þau hentuðu á.
Þeir Ágúst og Eirikur frá GÁP afhentu hjólin og voru afar áhugasamir að heyra af notagildi reiðhjóla í leitum og voru ánægðir með að geta stutt við félagið með þessum hætti.