Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Áheitasöfnun WOW Cyclothon til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg er hafin

Í morgun hófst áheitasöfnun WOW Cyclothon en í ár er safnað fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Stendur söfnunin yfir alla keppnina og lýkur 26. júní. Hjólreiðakeppnin hefst 20. júní og hjóla keppendur hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum. Þátttökumetið frá því í fyrra hefur verið slegið en í ár eru þátttakendurnir 1358 í 144 liðum.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og annar stofnandi WOW Cyclothon: „Árlega safna keppendur í WOW Cyclothon og aðstandendur þeirra mörgum milljónum króna og hafa þannig styrkt ýmis frábær málefni. Í ár erum við einstaklega stolt af því að vera að styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg enda þarf vart að ítreka mikilvægi þess fyrir Íslendingum. Starf sjálfboðaliða í björgunarsveitum og slysavarnardeildum er ómetanlegt en með þessari söfnun getum við sýnt þakklæti okkar í verki.“

Í fyrra var safnað fyrir samtökin Hjólakraft og söfnuðust tæpar 12 milljónir króna. Árið þar á undan söfnuðust rúmar 20 milljónir króna fyrir uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.

Þess má geta að fjögur björgunarsveitarlið taka þátt í boði WOW og hafa æft stíft undanfarið. 

Til baka HringduGerast bakvörður