Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Markaðsherferðinni "The Icelandic Pledge hrint úr vör"

Markaðsherferð Íslandsstofu "The Icelandic Pledge" var hrint úr vör í dag á Landnámssetrinu í Borgarfirði. Um sumarátak er að ræða sem gengur út á að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti.

Er það gert með því að samþykkja loforð sem kallast "The Icelandic Pledge" á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun svo sem að virða náttúruna, aka ekki utan vega og koma sér ekki í hættulegar aðstæður. 

Það voru þau Þórdís Kolbrún ferðamálaráðherra, Inga Hlín frá Íslandsstofu, Helga Árnadóttir frá SAF og Þór Þorsteinsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fyrst samþykktu loforðið og hrintu þannig herferðinni af stað. 

Til baka HringduGerast bakvörður