Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Slysavarnadeildin Una gefur sturtustóla

Slysavarnadeildin Una í Garði gaf nýlega tvo sturtustóla til sundlauga á sínu heimasvæði. 

Að sögn Hildar Sigfúsdóttir í stjórn Unu kom þessi hugmynd upp þegar Íþróttamiðstöðin í Garði átti afmæli nýverið. Sturtustólar gera þeim sem þá þurfa að nota auðveldara með að nýta aðstöðuna, lágmarka þannig slysahættu fyrir viðkomandi. 

Slysavarnadeildin Una hefur í allnokkur ár sinnt slysavörnum í Garði og Sandgerði og gáfu því sturtustóla í sundlaugar á báðum stöðum en mikil samvinna er á milli sveitarfélaganna. 

Deildin hefur frá upphafi stutt vel við íþróttamiðstöðina á staðnum t.d. með kaupum á myndavélum, sundvestum, björgunarbúnaði auk þess sem stutt var við sundnámskeið barna á staðnum áður en sundlaugin var reist. 

Til baka HringduGerast bakvörður