Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Landsmót unglingadeilda 2017

Hópurinn saman komin

Landsmót unglinadeilda Slysavarnafélagsins Landsbargar fór fram 28. júní - 2. júlí á Ísafirði.

Landsmótið sem er hápunkturinn í unglingastarfi félagsins var vel heppnað og krakkarnir voru félaginu okkar til mikils sóma. Þátttaka var góð á mótinu, þar voru þar saman komnir 250 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum hvaðanæva af landinu. 

Í byrjun móts var öllum þátttakendum bæði umsjónarmönnum og unglingum, var skipt upp í átta blandaða hópa sem störfuðu saman yfir mótið.

Fyrstu tvo dagana fólust verkefni hópanna í þvi að leysa skemmtileg verkefni á átta mismumandi póstum. Sem dæmi um verkefni póstanna má nefna : kassaklifur, sig, bátapóst, rústabjörgun, dobblun, spottavinna og landsþing unglinga.

Landsþing unglinga hefur verið hluti af landsmótinu frá árinu 2005 og hefur það veitt unglingunum tækifæri til þess láta sig varða þau málefni félagsins sem koma að unglingunum. Raddir þeirra skipta máli þegar kemur að málefnum þeirra og því var efnt til umræðu undir heitinu „Ekkert um okkur, án okkar“ 

Laugardagurinn hefur oft verið sagður skemmtilegasti dagur mótsins. Þann dag fara fram björgunarleikar. Að þessu sinni kepptu hóparnir um mjög spennandi verðlaun sem þau fengu ekki að heyra hver voru fyrr en í lok dags. Björgunarleikarnir þetta árið samanstóðu af 10 bráðskemmtilegum og krefjandi verkefnum sem höfðu það að aðalmarkmiði að hópurinn ynni saman að lausn þeirra og hefði gaman af. Góður andi var í liðunum sem unnu vel saman. Á endanum var það blái hópurinn, Ábelabala, sem bar sigur úr býtum. Verðlaunin voru svo ekki af ekki af verri endanum en sigurvegararnir fengu að launum klukkustundar köfun í sundlauginni á Ísafirði að björgunarleikum loknum. 

Dagskrá mótsins var annars mjög fjölbreytt og skemmtileg, meðal hápunkta hennar voru umsjónarmannaleikar, en þar kepptu umsjónarmenn í skemmtilegum þrautum og unglingarnir sáu um að hvetja sinn umsjónarmann áfram. Bragi, umsjónarmanaður unglingadeildarinnar Bruna í Hveragerði vann þá keppni. Annar dagskrárliður sem vakti mikla lukku var sundlaugapartý sem haldið var í sundlauginni á Bolungarvík.

Á Lokakvöldinu var síðan keppt í hinu alræmda reiptogi. Þar keppa unglingadeildir sín á milli. Mikill keppnishugur var í unglingunum og keppnin hörð. Þetta árið var það Unglingadeildin Hafbjörg úr Grindavík sem fór heim með farandbikarinn og mun halda upp á hann næstu tvö árin. 

Landsmóti var svo formlega slitið með dansleik þar sem þáttakendur mótsins dönsuðu og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Næsta Landsmót verður svo haldið á Siglufirði sumarið 2019. 

 

Til baka HringduGerast bakvörður