Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar kynnt á World Scout Moot

Fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar kynnir starfsemina á World Scout Moot

Dagana 31. júlí – 2. ágúst var Slysavarnafélagið Landsbjörg með kynningu á starfssemi félagsins á World Scout Moot (WSM). WSM er stærsta skátamót sem haldið hefur verið á Íslandi og stærsta skátamót sem haldið hefur verið í heiminum fyrir skáta á aldrinum 18 – 25 ára. Um það bil 5000 þátttakendur frá um 100 löndum tóku þátt.

Kynningin á félaginu var hluti af einu dagskrárþorpi sem allir þessir 5000 mótsgestir fóru í gegnum og má með sanni segja að það hafi verið mjög mikið streymi í gegnum svæðið sem Landsbjörg var með. Þó það hafi ekki verið talið nákvæmlega má gera ráð fyrir að ca 2.500 – 3.000 manns hafi farið í gegnum svæðið sem félagið var á.

Á staðnum var stórt tjald þar sem ýmsar útstillingar og kynningar voru en einnig var stórt útisvæði þar sem hin ýmsu tæki og tól voru til sýnis. Má þar nefna til dæmis jeppa, snjóbíl, fjórhjól, svifnökkva og fluglínutæki. Reglulega yfir daginn var svo kynning og eða sýnikennslu og má til dæmis nefna, kynning á félaginu, endurlíðunarfræðslu, straumvatnsbjörgunarfræðslu og sýningu á hvernig svæðisleitarhundar leita að týndu fólki.

Til baka HringduGerast bakvörður