Slysavarnafélagið Landsbjörg - Lífsbjörg og Slysavarnadeild Helgu Bárðardóttur byggja björgunarstöð
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Lífsbjörg og Slysavarnadeild Helgu Bárðardóttur byggja björgunarstöð

Þriðjudagskvöldið 7. apríl skrifuðu Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ og Slysavarnadeild Helgu Bárðardóttir á Hellissandi undir verkssamning við Nesbyggð ehf vegna húsbygginar á Rifi. Samningurinn  felur í sér að Nesbyggð mun byggja nýja björgunarstöð við Hafnargötu 1 í Rifi og skila því fokheldu og fullkláruðu að utan eigi síður en 15. september 2009.

Húsið er steinsteypt 600fm með  220fm steyptu millilofti þar sem félagsaðstaða, stjórnstöð, eldhús og borðsalur eru. Á neðri hæð hússins er búningsaðstaða, búnaðargeymsla auk 380fm bíla og tækjageymslu.

Eins og fyrr segir mun Nesbyggð skila því fullkláruðu að utan, flísaklæddu og með öllum hurðum, gluggum og 5 stórum innkeyrsluhurðum. Auk þess mun Nesbyggð annast alla jarðvinnu og pípulögn í grunn.

Verksamningurinn hljóðar uppá 52 miljónir króna og er þá allt innifalið að undanskildum gatnagerðargjöldum, byggingarleyfisgjöldum, rafmagns og vatnsinntaki. Eins og gefur að skilja er þetta stór biti fyrir þessi félagasamtök en stór þáttur í því að þetta er hægt  er að Nesbyggð lánar til verksins 20 miljónir til 5 ára vaxtalaust með einum gjalddaga á ári og bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á dögunum að kaupa Líkn á Hellissandi sem og að fella niður öll gatnagerðar og byggingarleyfisgjöld . Þá var send inn á öll heimili og fyrirtæki í Snæfellsbæ beiðni um styrk og gekk sú söfnun framar öllum vonum. Það dylst engum hve mikil nauðsyn þessi húsbygging er.  Núverandi húsnæði eru sprungin utanaf starfsemi og búnaði og mun hús þetta stytta viðbragðstíma og samhæfa  alla björgun hvort sem það er til lands eða sjós.

Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa veitt þessum stóra áfanga brautargengi með styrkjum og hlýhug. Hvar sem við höfum komið og kynnt okkar mál höfum við verið hvött áfram og spilar það stærsta hlutverkið í því að þetta er loksins að verða að veruleika.

f.h. Bjsv. Lífsbjargar og Slvd. Helgu Bárðardóttir
Halldór Sigurjónsson, Ritari Bjsv. Lífsbjargar.

Á myndinni eru frá vinstri, Erla Laxdal Gísladóttir fulltrúi stjórnar slvd., Páll Harðarson framkvæmdastjóri Nesbyggð og Davíð Óli Axelsson formaður Bjsv.

Til baka HringduGerast bakvörður