Slysavarnafélagið Landsbjörg - Þýsks ferðamanns saknað norðan Vatnajökuls
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Þýsks ferðamanns saknað norðan Vatnajökuls

Hafin er eftirgrennslan eftir þýskum ferðamanni sem saknað er norðan Vatnajökuls. Maðurinn, sem er á göngu á svæðinu, var í sms sambandi við fjölskyldu sína í Þýskalandi í gær en hann var þá staddur í Nýjadal. Ætlaði hann að vera aftur í sambandi í dag en ekkert hefur heyrst frá honum.

GSM sími mannsins kom inn á GSM sendi í Nýjadal í morgun. Reynt hefur verið að hringja í símann en enginn svarar.

Sleðamenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri eru á leið á svæðið og munu kanna skála og helstu leiðir. Beri það ekki árangur verður skipulögð stærri leit á morgun.

Til baka HringduGerast bakvörður