Aðgerðum á slysstað í Dyrhólaey er að
ljúka.
Upplýsingar af slysstað hafa verið á reiki en komið hefur í ljós að tveir erlendir ferðamenn féllu þegar brún á Lágey Dyrhólaeyjar gaf sig. Við það varð til skriða sem tók ferðafólkið með sér niður í fjöruna fyrir neðan. Björgunarsveitafólk á staðnum áætlar að fallið hafi verið um 40 m. Skriðan sem fór af stað er um 100 m breið.
Björgunarlið komst að fólkinu á landi og reyndist því ekki þörf á að síga til þess eins og fyrst var talið. Ekki er vitað um meiðsli fólksins en verið er að setja það um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga með það á sjúkrahús í Reykjavík.
Myndirnar tók Grétar Einarsson/Björgunarsveitin Víkverji