Slysavarnafélagið Landsbjörg - Mikið álag á björgunarsveitum á Norðurlandi
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Mikið álag á björgunarsveitum á Norðurlandi

Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi en þær hafa margar hverjar verið í útkalli frá því óveðrið gekk yfir landið 10. september sl.

Störfin felast að mestu í smalamennsku og leitum og enn er verið að grafa fé úr fönn. Aðstoð við smalamennsku felst að mestu leyti í tækjum þar sem ekki er hægt að komast um mörg svæði nema á beltatækjum og öflugum bílum. Óskir bænda um aðstoð eru einna helst um slík tæki og mannskap.

Enn eru að finnast kindur á lífi, t.d. fannst nokkuð af lifandi fé sem grafið var í snjó á Þeystareykjasvæðinu í gær. Voru sumar þeirra sprækar en aðrar minna og eitthvað fé var dautt. Ástandið er þó misjafnt eftir svæðum.

Undanfarna daga hafa hundar verið nýttir til að finna kindur í snjó og hafa smalahundar komið að nokkru gagni.

Erfiðar aðstæður á leitarsvæðinu taka sinn toll af tækjum björgunarsveitanna, t.a.m. er tjón á tækjum Hjálparsveitar skáta í Aðaldal farið að nálgast tvær milljónir sem er stór biti fyrir sveitina.

Til baka HringduGerast bakvörður