Slysavarnafélagið Landsbjörg - Vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar

Björgunarhundasveitin hélt vetrarnámskeið sitt að Gufuskálum dagana 30. mars til 4. apríl.
Æft var við rætur Snæfellsjökul þessa daga og fengum við allskonar veður þessa daga. Færið upp að jökli var frekar þungt og tók heila 4 klukkustundir að komast upp að jökulrótunum og síðan 3 tíma að komast tilbaka. Ekki var mikið æft þann daginn en svæðin undirbúin, mokaðar holur og útlínur svæðanna merkt. Næstu daga batnaði færið mikið og mun auðveldara að komast á svæðin, æft af kappi og tekin próf. 28 teymi voru á námskeiðinu og tóku 23 þeirra próf í vikunni og náðu flestir þeim árangri sem stefnt var að.  Eftir þetta námskeið eru 26 hundar á útkallslista hjá sveitinni, ýmist í víðavangsleit, snjóflóðaleit eða báðu.

Eftirtaldir tóku próf:

A-endurmat
Bríet og Skutla
Elín og Skotta
Hlynur og Moli
Þröstur og Lassi

A-próf
Auður og Skíma
Hörður og Skvísa
Kristinn og Tása
Skúli og Patton
Snorri og Kolur

B-próf
Björk og Krummi
Emil og Gríma
Ingibjörg og Píla
Jóhanna og Morris
Rakel og Dímon
Smári og Skytta
Þórir og Þrymur

C-próf
Björn og Garri
Friðrik og Erró
Guðbergur og Nói
Helgi og Gæskan
Ólína og Skutull
Valgerður og Nanuc

Einn fígúrant (hinn týndi) var með okkur á námskeiðinu og viljum við þakka honum Jónasi Þrastarsyni kærlega fyrir hjálpina þessa viku. Haldinn var einn fyrirlestur og eitt æfingakvöld. Aðalfundur var haldinn mánudaginn 30. mars þar sem hefðbundin aðalfundarstörf voru tekin fyrir og ýmis mál rædd.

Eftir aðalfundinn er stjórnin skipuð eftirfarandi félögum:

Auður Yngvadóttir formaður
Snorri Þórisson
Hafdís Óladóttir
Helgi Kjartansson
Bríet Arnardóttir
Kristinn Guðjónsson varamaður
Emil Ágústsson varamaður

Fráfarandi formanni og stjórn voru þökkuð góð störf í þágu BHSÍ og nýrri stjórn óskað velfarnaðar í starfi.

Ekki tókst að ljúka öllum málum á aðalfundinum og er því boðað til framhaldsaðalfundar á fyrsta sumarnámskeiðinu í maí.Til baka HringduGerast bakvörður