Slysavarnafélagið Landsbjörg - Ferðaþjónusta
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Ferðaþjónusta

Námskeið í boði

Hér má finna þau námskeið sem Vakinn og reglugerðin vitna í

View more

Mín námskeið

Hefur þú tekið námskeið hjá okkur? Þá eru þau skráð hér

View more

Um námið

Hér má finna frekari upplýsingar um fyrirlestra og námskeið fyrir ferðaþjónustuna

View more

Raunfærnimat

Hvernig getur þú fengið reynslu þína metna?

View more

Fjarnám

Hér kemstu í fjarnámskerfi Björgunarskólans

View more

Að kljást við náttúru Íslands krefst þekkingar og reynslu, það vita íslenskir ferðaþjónar eins vel og björgunarsveitarfólk. Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur starfað síðan 1977 og þróað námskeið sem efla þekkingu þeirra sem ferðast þurfa um landið. Þessi námskeið hafa verið aðlöguð til að uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Vakann Gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og reynslumikla leiðsögumenn. 

Skólinn leggur mikla áherslu á að bjóða ferðaþjónustufyrirtækjum upp á vönduð námskeið. Bæði gæðaviðmið Vakans og leiðbeinandi reglur Ferðamálastofu um öryggismál vitna í námskrá Björgunarskólans þegar talin eru upp þau námskeið sem mælt er með fyrir hina ýmsu flokka ferðaþjónustu.

Fyrirtæki sem eru félagar í Samtökum ferðaþjónustunnar og/eða í Vakanum fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans. 

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að fá sérsniðið eða sérstaklega samsett námskeið eða fyrirlestur er best að hafa beint samband við okkur í skoli(hjá)landsbjorg.is eða með því að hringja í 570 5900. 

Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sérstaklega hvött til að kynna sér hvort að þau hafa rétt á styrk frá starfsmenntasjóði.
Gerast bakvörður