Slysavarnafélagið Landsbjörg - Aðgerðamál
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Aðgerðamál

Aðgerðaskipulag björgunarsveitanna á rætur sínar að rekja til ársins 1985. Með skipulaginu er settur rammi utan um stjórnun björgunarsveita í aðgerðum. Á þeim tíma sem skipulaginu var komi á voru landssamtök björgunarsveita þrjú og nokkur samkeppni milli þeirra um að standa sig vel í aðgerðum og stundum var kappið mikið. Með skipulaginu var landsstjórn björgunarsveita stofnuð ásamt því að landinu var skipt í 18 svæði þar sem starfa svæðisstjórnir. Svæðisstjórnirnar stýra aðgerðum á sínu svæði og landsstjórn fer með samhæfingu á landsvísu. Nú hefur þróunin verið á þann veg að svæðum hefur verið að fækka og eru þau 16 í dag. Svæðamörk fara að mestu leyti eftir starfssvæðum lögreglustjóra en þó er einhver munur þar á. Fækkun lögregluembætta mun að öllum líkindum hafa áhrif á frekari breytingar á lands- og svæðisstjórnarkerfi félagsins.

Aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagins Landsbjargar leita sér víðtækrar menntunar og skiptast þeir í þrjú stig eftir þeirri þjálfun sem þeir hafa fengið. Aðgerðastjórnandi 1 (stjórnun einfaldra aðgerða innan umdæmis), Aðgerðastjórnandi 2 (stjórnun flóknari aðgerða og aðstoð utan umdæmis), aðgerðastjórnandi 3 (sérþjálfun fyrir aðgerðastjórnun í Samhæfingarstöð Almannavarna). Hér má sjá yfirlit aðgerðastjórnenda.

Björgunarsveitirnar eru um 100 talsins víða um landið og hér má sjá yfirlit yfir tækjakost sveitanna.
Gerast bakvörður