Slysavarnafélagið Landsbjörg - Samhæfingarstöðin
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Samhæfingarstöðin

Samhæfingarstöðin (SST) er staðsett í Skógarhlíð. Hlutverk hennar er aðallega, eins og nafnið gefur til kynna, að vera punktur samhæfingar á landsvísu, bæði í almannavarnaraðgerðum sem og leit og björgun.Þegar samræma þarf aðgerðir milli svæða eða umdæma koma saman í stjórnstöðinni þeir aðilar sem koma að aðgerðinni. Auk samræmingar er stöðin ráðgefandi fyrir aðgerðastjórnir, hefur aðgang að vísindamönnum og öðrum sérfræðingum á ýmsum sviðum.Landsstjórn björgunarsveita hefur verið aðili að stöðinni frá upphafi. Hlutverk landsstjórnar er tvíþætt í SST.

Annarsvegar vinnur landsstjórn að upplýsingaöflun um vinnu svæðisstjórna og björgunarsveita í almannavarnarástandi ásamt því að aðstoða við almenna verkþætti í stöðinni. Hinsvegar er SST stjórnstöð landsstjórnar í leit og björgun á vegum opinberra aðila. Á hverju ári er stöðin virkjuð um 15 sinnum á ári vegna leitar og björgunar.

Svæðisstjórn á svæði 1 notar aðstöðuna í sínum aðgerðum og er það vel og nýtast fulltrúar svæðisstjórnarinnar einnig sem varaafl fyrir landsstjórn í stærri aðgerðum.
Gerast bakvörður