Slysavarnafélagið Landsbjörg - Alþjóðabjörgunarsveitin
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Alþjóðabjörgunarsveitin

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð árið 1999 og er á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar. Sveitin fór í sitt fyrsta útkall árið 1999 þegar að hún fór til Tyrklands í kjölfar jarðskjálfta sem þar urðu, en þá létust meira en 18.000 manns. Árið 2003 fór sveitin til Alsír í kjölfar jarðskjálfta þar og í byrjun árs 2004 var farið til Marokkó. Þá fóru fjórir félagar sveitarinnar í sjúkraflug til Tælands í byrjun árs 2005 eftir flóðin í Indónesíu. Í janúar 2010 fór sveitin síðan til Haiti eftir að öflugir jarðskjálftar skóku landið, en um talið er að um 200.000 manns hafi látist og rúmlega 300.000 hafi slasast,

Sveitin er rústabjörgunarsveit, en Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að INSARAG sem eru regnhlífarsamtök alþjóðarústabjörgunarsveita sem starfa innan Sameinuðu þjóðanna. Sveitin hlaut vottun INSARAG sem MEDIUM rústabjörgunarsveit í september 2009 og stóðst endurúttekt á rústabjörgunaræfingu í Danmörku í júní 2014.
Gerast bakvörður