Slysavarnafélagið Landsbjörg - Fjarskiptamál
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Fjarskiptamál

Á ráðstefnunni Björgun sem fram fór 20. október 2006 gengu þeir Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra frá samkomulagi við 112 hf. um stofnun nýs fjarskiptafyrirtækis, Öryggisfjarskipti ehf., sem mun byggja upp og reka fullkomið TETRA fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu um allt land. Á sama tíma var skrifað undir samning á milli Öryggisfjarskipta ehf og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um notkun kerfisins.

 

Tetra er fullkomið stafrænt fjarskiptakerfi sérsniðið að þörfum viðbragsaðila með virkni á landsvísu. Kerfi þetta er samskiptakerfi fyrir leit og björgun á Íslandi fyrir alla viðbragðsaðila.

 

Kostir Tetra eru fjölmargir og hafa allar aðildaeiningar SL tekið upp notkun á kerfinu. Tetra kerfið býður upp á fjölda samskiptaleiða og er ljóst að björgunarsveitir stefna hratt inn í mikla tækniöld þar sem miklir möguleikar eru í boði og verða enn fleiri á komandi árum. Það er því mikilvægt að björgunarsveitarmenn verði duglegir að fylgjast með og læra inn á tækninýjungar. Það getur enginn björgunarsveitamaður sagt að hann kunni á Tetra nema að hafa tekið námskeið í Tetra á vegum Björgunarskólans.

Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur í dag öflugt VHF fjarskiptakerfi sem ætlað er björgunareiningum til afnota í björgunaraðgerðum, æfingum og annarri starfssemi. Fjarskiptakerfi þetta er byggt á beinum rásum sem og fjölmörgum endurvörpum sem komið hefur verið fyrir víðsvegar um landið og eru þeir mikilvægur þáttur í öryggi og starfsemi björgunareininga.

 
Greinar og annar fróðleikur tengdur fjarskiptum
 Gerast bakvörður