Slysavarnafélagið Landsbjörg - Björgunarskip
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Björgunarskip

Björgunarskip félagsins eru þrettán talsins. Skipin eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur þeirra í samvinnu við björgunarsveit hvers staðar fyrir sig.

Áhafnir björgunarskipanna eru mannaðar sjálfboðaliðum, en umsjónarmaður hvers björgunarskips fær greitt fyrir hlutastarf. Er hann ábyrgur fyrir því að björgunarskipið sé ávallt klárt í útkall og að áhafnir fái nauðsynlega þjálfun. Áhafnir björgunarskipanna eru í nánu samstarfi við Vaktstöð siglinga, en öll boðun til aðgerða á sjó kemur frá vaktstöðinni. Viðbragðstími björgunarskipanna er um 5 til 20 mínútur og á myndinni hér til hliðar má sjá útbreiðslu þeirra og viðmiðun á því hafsvæði sem þeir ná til á 5 til 6 klukkustundum eftir útkall.

Staðsetningu björgunarskipa má sjá hér.
Gerast bakvörður