Björgunarsveitir

Nú er ljóst að Covid 19 faraldurinn mun hafa áhrif á samfélagið okkar og störf næstu mánuði og því mikilvægt fyrir hverja björgunarsveit að skipuleggja sitt starf út frá þeim þeim sóttvarnarreglum sem yfirvöld setja hverju sinni.

Nauðsynlegt er að viðhalda vinnukvöldum, æfingum og fundum fyrir félagsfólk og því þurfa sveitir að finna leiðir sem henta þeim best að halda félagsstarfinu gangandi.  Það er ekki til nein ein töfralausn heldur reynir á að hugsa út fyrir boxið.  Færri í hópum, passa upp á sóttvarnir og fjarlægðamörk og ef ekki er hægt að virða meters regluna þá að nota andlitsgrímu.

Sem dæmi, æfing á björgunarskipum félagsins, þar er erfitt að halda fjarlægðarmörk og því er ráðlegt  að vera með andlistgrímur.

Huga þarf vel að fjöld þeirra sem er í húsi, passa upp á fjarlægðarmörk, persónubundnar sóttvarnir og að allt það dót sem er notað t.d. á æfingum og vinnukvöldum sé vel þrifið og sótthreinsað.  Inn á www.covid.is er að finna myndrænar leiðbeiningar t.d. um handþvott, sóttvarnir og fleira sem hægt er að prenta út opg hengja upp í húsnæðum sveita.

Atriði sem þarf að huga vel að:

 • Þrífa og sótthreinsa alla sameiginlega snertifleti í húsnæði sveitarinnar
 • Hafa handspritt á áberandi stöðum
 • Hafa hanska og andlitsgrímur fyrir þá sem það vilja
 • Minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir og mikilvægi þeirra
 • Ef fólk finnur fyrir einkennum t.d.  hósta, hita, höfuðverk, beinverkjum eða öðru sem gæti bent til smits þá alls ekki að mæta á viðburði á vegum sveitarinnar
 • Setja upp fundaraðstöðu með tilliti til sóttvarnareglna og fjöldatakmarkana, sem gefnar eru út af yfirvöldum áður en að fundur hefst
 • Merkja vel og sýnilega í húsnæði sveita hversu margir geta verið saman inn í ákveðnum rýmum, t.d. kaffistofum, hægt er að hafa myndrænar leiðbeiningar
 • Ef húsnæði er deilt með öðrum þá er gott að setja sér upp vinnureglur um sóttvarnir og þrifnað
 • Tryggja góða skráningu í aðgerðagrunninn yfir þá sem koma á viðburði (æfingar, vinnukvöld og fundi) til að auðvelda rakningu ef smit kæmi upp
 • Ef námskeið er haldið á vegum sveitarinnar þá þarf að passa að sótthreinsa allan þann búnað sem notaður er eftir hvern einstakling og /eða námskeið
 • Litlar æfingar innan sveita í lagi en engar æfingar og námskeið með öðrum félagseininga 

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

 • ms_hvitt