Björgunarskólinn mun framfylgja öllum þeim sóttvarnarreglum sem settar eru fram af yfirvöldum hverju sinni sem og fjölda- og fjarðlægðarmörkum. Leiðbeinendur á vegum skólans munu passa vel upp á allar sóttvarnir, bjóða upp á andlitsgrímur og hanska og minna reglulega á persónubundnar sóttvarnir og mikilvægi þeirra.
Persónubundnar sóttvarnir
- Passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir með handþvotti og sprittnotkun
- Ef einstaklingur sem eru að koma á námskeið á vegum skólans eða félagseiningar finnur fyrir einkennum t.d. hósta, hálsbólgu, hita, beinverkjum eða öðrum einkennum Covid eru þeir beðnir um að mæta ekki og halda sig heima
- Ef mikil nálæg er t.d. í verklegum hluta námskeiðs þá eiga nemendur að vera með andlitsgrímu og hanska
- Ef félagsfólk er að taka námskeið hjá annarri félagseiningu en það er sjálft félagi í þá er mælst til að það beri andlistgrímu og hanska á meðan námskeiðinu stendur
Fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk
- 20 manns mega koma saman
- 2 metra fjarlægðarmörk milli fólks
Húsnæði
- Setja upp kennsluaðstöðu með 2 meters fjarlægð á milli nemenda
- Sótthreinsa vel áður en kennsla byrjar og allan búnað sem notaður er t.d. í verklegum hluta
- Hafa handspritt við inngang í kennsluaðstöðu og á fleiri áberandi stöðum á meðan á námskeiði stendur
- Ef kennsluaðstaða býður ekki upp á að halda 2 metra reglunni þá verða nemendur og leiðbeinandi að vera með andlitsgrímu og hanska
- Gott er að hafa myndrænar leiðbeiningar uppi á vegg um sóttvarnir og reglur
Leiðbeinandi
- Leiðbeinandi mun tryggja sóttvarnabúnað á þeim námskeiðum þar sem þessi búnaður er ekki til staðar í kennsluaðstöðu
- Ef námskeið er í húsnæði félagseiningar þá mun leiðbeinandi vera í sambandi við formann til að fara yfir nauðsynleg atriði er varðar sóttvarnir
- Leiðbeinandi mun bjóða nemendum að hafa andlitsgrímur og hanska óski þeir þess
- Leiðbeinandi mun dreifa andlitsgrímum og hönskum þegar verklegar æfingar eru og halda sömu hópaskiptingu nemenda allt námskeiðið
- Leiðbeinandi mun passa vel upp á skráningu nemenda til að auðvelda rakningu ef smit kemur upp
- Leiðbeinandi passi að utanaðkomandi gestir komi ekki inn á námskeið sem eru í gangi