Slysavarnafélagið Landsbjörg - Minningadagur fórnarlamba umferðarslysa
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Minningadagur fórnarlamba umferðarslysa

Minningadagur fórnarlamba umferðarslysa 1004px.jpg

Höfuðborgarsvæðið

Árleg alþjóðleg minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.00.  Að þessu sinni er það  Hjálparsveit skáta í Reykjavik sem hefur umsjón með aðkomu félagsins og Slysavarnadeildirnar í Reykjavík og á Seltjarnanesi bjóða upp á kaffi og kleinur að athöfn lokinni í búðatjaldi HSSR við spítalann.

Reykjanes
Slysavarnadeildir í Grindavík, Garði og Reykjanesbæ í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu eru með sameiginlegan viðburð í Njarðvík í ár. Haldin verður miningarstund kl. 20.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju, hundruð kerti og kaffi á eftir í sal kirkjunnar. 

Dalvík
Í samstarfi slysavarnadeildar og björgunarsveitar á Dalvík verður slysavarnamessa í Dalvíkurkirkju sem hefst kl. 11:00.  Felix Jósafatsson fyrrum varðstjóri á Dalvík mun flytja erindi. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur að messu lokinni.

Eskifjörður
Björgunarsveitin Brimrún og Slysavarnadeildin Hafrún á Eskifirði verða með viðburð í tilefni dagsins. Hefst hann með Slysavarnarmessu í Eskifjarðakirkju kl. 11:00. Þar sem fórnalamba umferðaslysa verða minnst. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur í safnaðarheimilinu eftir messu og verður ma. ávarp frá fulltrúa bæjarstjórnar. Fulltrúar annara viðbragðsaðila verða á staðnum.

Ólafsfjörður
Á Ólafsfirði verður komið saman kl. 14:00  við Minnignarsteininn í kirkjugarðinum.  Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur Ólafsfjarðar, mun segja nokkur orð og að því loknu munum við minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni með einnar mínútu þögn.  Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði býður gestum upp á kaffi, kakó og vöfflur í félagshúsi sínu eftir athöfnina.

Siglufjörður
Slysavarnadeildin Vörn mun standa fyrir minningarathöfn í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka. Minningarathöfnin mun fara fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju kl 17 þann 17. nóvember. Anna Hulda djákni mun segja nokkur orð og munum við taka einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni.


Patreksfjörður
Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður haldin á endanum á Patreksfirði (Þar sem skemmtiferðaskipin leggja að) kl. 14.00 Boðað er til mínútuþagnar kl. 14.15.  Að lokinni athöfn er boðið upp á kaffi og konfekt í Sigurðarbúð, húsi Björgunarsveitarinnar Blakks.

 

Björgunarsveitin Blakkur, HVEST Patreksfirði, Lögreglan á Vestfjörðum, Rauði Krossin í Barðastrandasýslu, Sjúkraflutningamenn, Slökkvilið Vesturbyggðar og Slysavarnadeildin Unnur.


Mývatnssveit
Slysavarnadeildin Hringur í Mývatnssveit verður með athöfn kl. 14:30 að Múlavegi 2 þar sem kveikt verður á kertum og mínútuþögn. Boðið verður upp á vöfflukaffi í húsnæði deildarinnar og gestum gefst einnig  kostur á að skoða það.

 

Breiðdalsvík
Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík mun standa fyrir athöfn við Lækjarkot kl. 16.00. Fólk er hvatt til að koma með mæta með friðarkerti og að loknu erindi sóknarprestsins verður boðið upp á kakó og smákökur.


Árnessýsla
Björgunarsveitir í Árnessýslu standa fyrir minningarathöfn við Kögunarhól kl. 14.00. Kveikt verður á kertum og fórnarlamba umferðarslysa minnst.  Ræðumenn munu koma fram og tala.

Björgunarfélag Árborgar, Björgunarsveit Biskupstungna, Björgunarfélagið Eyvindur, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björgunarsveitin Ingunn, Björgunarsveitin Mannbjörg, Björgunarsveitin Sigurgeir, Hjálparsveitin Tintron, Heilbrigðisstofnun suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu, Lögreglan á suðurlandi.

Vestmannaeyjar
Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum mun standa fyrir athöfn þar sem messað verður í Landakirkju kl. 14.00 og boðið upp á kaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Höfn í Hornafirði

Minningarathöfn verður við þyrlupallinn á Höfn kl. 11.00 - Í Hafnarkirkju verður svo messað kl. 14.00 og er messan tileinkuð minningu fórnarlamba umferðarslysa.

Það eru Björgunarfélag Hornafjarðar, Slysavarnadeildin framtíðin, Lögreglan og Hafnarsókn sem standa að minningardeginum.
Gerast bakvörður