Slysavarnafélagið Landsbjörg - Nefndir félagsins
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Nefndir félagsins

Á síðasta landsþingi var kosið í milliþinganefndir félagsins. Nánar er kveðið á um hlutverk þeirra í 12 grein laganna: 

12. gr.
Milliþinganefndir

Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í nefnd um skiptingu fjármagns skal kjósa formann, auk þriggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en 1. apríl það ár sem landsþing er haldið.

Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna:
a) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög.
b) Nefnd um skiptingu fjármagns skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins.
c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tölulið 8. gr.

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skipar í aðrar nefndir og ráð. 
Gerast bakvörður