Slysavarnafélagið Landsbjörg - Tekjur og fjáraflanir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Tekjur og fjáraflanir

Þrátt fyrir að meðlimir björgunarsveita séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur öflugra björgunarsveita afar kostnaðarsamur. Þjálfa þarf björgunarsveitarfólk, tæki og tól verða að vera tiltæk og í góðu lagi, húsnæði þarf undir búnað og olíu á tækin.

Félagseiningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru fjárhagslega sjálfstæðar einingar og leggja ekki fjármuni til rekstrar heildarsamtakanna. Sveitirnar afla sér hins vegar fjár með ýmsu móti en hæst ber þó sölu flugelda fyrir áramót. Þar ná sveitirnar sér í þorra þess rekstrarfjár sem þær hafa úr að spila allt árið um kring.

Landssamtökin afla sér einnig fjár á ýmsan máta: Með sölu á Neyðarkalli frá björgunarsveitum, innflutningi á sjúkragögnum og fleiru. Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að Íslandsspilum, en þaðan fær það að mestu sitt rekstrarfé. Ríflega 60% af tekjum sem samtökin fá af rekstri söfnunarkassanna renna beint út til aðildarsveitanna til uppbyggingar í þjálfun og kaupa á tækjabúnaði.   
Gerast bakvörður