Slysavarnafélagið Landsbjörg - Flugeldasala
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Flugeldasala

 
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar selja flugelda undir vörumerkinu Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna. Björgunarsveitirnar eru langstærsti seljandi flugelda hér á landi. Slysavarnafélagið Landsbjörg sér um innflutninginn og heildarskipulag sölunnar. Flugeldainnflutningurinn er þjónustuverkefni fyrir björgunarsveitir samtakanna en samtökin sjálf hafa ekki tekjur af innflutningi flugelda heldur eftirláta hann allan einstökum sveitum. Flugeldasalan er mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita.

Fullyrða má að björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar séu eini aðilinn hér á landi sem hefur yfir að ráða þekkingu og tækjabúnaði til að framkvæma stórar flugeldasýningar, samtökin hafa kappkostað að styðja og styrkja þennan þátt sérstaklega. Umsvifin í flugeldamálunum hafa aukist mikið undanfarin ár, helstu ástæður þess eru meiri sala og sífellt meiri markaðshlutdeild björgunarsveita auk þess sem mikil eftirspurn hefur verið eftir flugeldasýningum.

Aðkomu félagsins að flugeldamálum má skipta í nokkra þætti:
 

Innflutningur

Beinn milliliðalaus innflutningur frá Kína, Ítalíu og Póllandi.
 

Dreifing og lagerhald

Félagið sér um dreifingu á flugeldum til björgunarsveita auk þess sem samtökin eru sveitunum bakland í lagerhaldi fari sala fram úr áætlunum. Eru samtökin að byggja lagerhúsnæði sem stenst ströngustu kröfur um slíkt húsnæði.
 

Markaðsmál

Samtökin skipuleggja og stjórna markaðs- og auglýsingamálum varðandi flugeldasöluna, í því felst m.a. gerð og birting auglýsinga, útgáfa og útvegun hvers kyns kynningarefnis, námskeiðahald og fleira.
 

Öryggismál

Námskeiðahald ásamt samstarfi við opinbera aðila um setningu reglna og laga sem varða flugelda. Samtökin hafa verið dugleg við að senda menn utan á námskeið í flugeldasýningum auk þess sem sérfræðingar hafa komið hingað og miðlað reynslu sinni. Hefur slysavarnarsvið samtakana gefið út forvarnardiskinn „ ekkert fikt“ sem stendur öllum þeim til boða sem vilja.
 

 

 

 

 

 

 

 Gerast bakvörður