Félag í þágu þjóðar

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið var stofnað 2. október 1999, en þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum.

Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring. Forseti Íslands er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunar- og slysavarnastarf í heila öld

Fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa og mannskaða við strendur landsins. Allar götur síðan hafa íslenskar björgunarsveitir staðið vaktina og lagt sitt á vogarskálarnar til að tryggja öryggi almennings. Sérhæfing í sjóbjörgun hefur ósjaldan skipt sköpum á neyðarstundu og orðið mörgum sjómanninum lífsbjörg. Með stuðningi sínum gera Bakverðir björgunarsveitarfólki kleift að þjálfa sig fyrir flóknar aðgerðir á sjó og landi og sinna áfram þessu brýna starfi.

Stutt útgáfa af langri sögu

Smári Sigurðsson, fyrverandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fór yfir sögu björgunarstarfa á Íslandi í 90 ár í opnunarfyrirlestri á ráðstefnuni Björgun 2018.

Aðildareiningar

Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi. Því er brýnt að í hverju þorpi og í hverjum bæ sé til staðar hópur sjálfboðaliða sem bregst við af þekkingu og færni á neyðarstundu. Á Íslandi eru starfræktar 93 björgunarsveitir, 37 slysavarnadeildir og 48 unglingadeildir þær mynda þéttriðið öryggisnet um land allt og eru tilbúnar að bregðast við þegar áföll dynja yfir og óhöpp gerast.

Hleður korti

Allar árbækur frá stofnun félagsins

Árbók Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur út á hverju vori. Í henni er að finna gott yfirlit um starfsemi félagsins, útdrátt úr ársreikningi, skýrslur um banaslys og slys á sjó auk lista yfir útköll ársins. Lengi vel var Árbókinni dreift til fyrirtækja og um borð í öll helstu fiskveiðiskip í landinu og alveg frá á níunda áratug síðustu aldar var útgáfan fjármögnun með auglýsingasölu.

Árbækur gefa góða hugmynd um starfsemi félagsins milli ára og búið er að safna saman rafrænum útgáfum af öllum árbókum.