Slysavarnafélagið Landsbjörg - Vinnsla persónuupplýsinga
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Vinnsla persónuupplýsinga

Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar um vinnslu persónuupplýsinga

 

Slysavarnafélagið Landsbjörg ber virðingu fyrir þér og persónuupplýsingum þínum. Við heitum fullum trúnaði um þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té eða um upplýsingar sem verða til eftir skráningu. Vinnsla upplýsinganna er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í persónuverndarstefnu þessari má lesa nánar um hvernig og hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar sem notendur láta okkur í té.

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir við þessa stefnu er þér velkomið að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið gdpr@landsbjorg.is eða í síma 5705900. Athugaðu að við endurskoðum stefnuna reglulega og kann hún því að taka breytingum. Stefnan var síðast uppfærð í september 2018.

Upplýsingar sem við söfnum

Í flestum tilfellum höldum við utan um þær upplýsingar sem þú skráir hjá okkur.

Hvernig við notum upplýsingarnar

Tilgangur upplýsingaöflunar okkar er að gera þjónustufulltrúa okkar mögulegt að hafa samband við þig vegna fyrirspurnar þinnar.

Samstarf við þriðja aðila

Upplýsingar sem þú veitir okkur eru ekki undir nokkrum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema að því marki sem nauðsynlegt er til að virkja og viðhalda mánaðarlegum styrktargreiðslum þínum til félagsins. Einnig kaupum við þjónustu til að geyma gögn og persónuupplýsingar með öruggum hætti. Við deilum upplýsingum einungis með þriðju aðilum þegar til staðar er vinnslusamningur þar sem kveðið er á um meðferð og öryggi persónuupplýsinga, nema lagaskylda kveði á um annað.

Geymsla upplýsinga

Við munum varðveita upplýsingarnar eins lengi og nauðsyn krefur til þess að sinna þeim verkefnum sem upplýsingarnar eru veittar vegna, nema lög krefjist skemmri eða leyfi lengri varðveislutíma. Ef ekki er lengur þörf á upplýsingunum eða lög kveða á um eyðingu þeirra, verða upplýsingarnar gerðar ópersónugreinanlegar og/eða þeim eytt.

Réttur þinn

Notendur eiga rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að persónuupplýsingum um þá sjálfa sem Slysavarnafélagið hefur safnað. Þeir eiga rétt á að afturkalla samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem byggð er á samþykki hvenær sem er. Þeir eiga einnig rétt á að óska eftir að láta leiðrétta, eyða eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga um sig eða andmæla slíkri vinnslu. Í ákveðnum tilvikum geta þeir einnig átt rétt á að flutningi persónuupplýsinga sem þeir hafa látið félaginu í té til annars ábyrgðaraðila. Þessum réttindum kunna þó að vera sett takmörk í gildandi lögum og reglum.

Notendur eiga rétt á upplýsingum um uppruna persónuupplýsinga sem ekki er aflað frá þeim sjálfum.

Vilji bakverðir fá nánari upplýsingar um eða nýta framangreind réttindi er þeim bent á að hafa samband við persónuverndarfulltrúa, í netfanginu gdpr@landsbjorg.is eða í síma 5705900.
Gerast bakvörður