Slysavarnafélagið Landsbjörg - Fréttir & tilkynningar
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Fréttir & tilkynningar

19
May
11. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Egilsstöðum 2019

11. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið 17.-18. maí 2019 á Egilsstöðum.

Um sexhundruðu sjálfboðaliðar frá slysavarnadeildum og björgunarsveitum af öllu landinu sátu þingið og tóku þátt í viðburðum því tengdu. Á þinginu ræddu þingfulltrúar fjölmörg mál varðandi starf félagsins og voru lín­ur lagðar fyr­ir næstu starfs­ár.

11
Feb
112-dagurinn - Hugum að öryggismálum heimilisins!

Öryggismál heimilisins eru þema 112-dagsins. Áhersla á forvarnir og rétt viðbrögð. Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur. Verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni.

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggismálum heimilisins. Aðstandendur dagsins fræða almenning um hvernig má draga úr hættu á slysum og öðrum áföllum á heimilum og hvernig bregðast á við slíkum atvikum.

01
Feb
Er Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leita að þér

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar leitar að drífandi, skemmtilegum og áreiðanlegum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á menntunarmálum félagsins. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfull(ur), framúrskarandi í mannlegum samskiptum, getað unnið vel í hópi ásamt því að vera sjálfstæð(ur) og sýna frumkvæði.

05
Sep
Göngum í skólann 2018

Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla í Árbæ í morgun að viðstöddum góðum gestum.

Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í verkefninu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Landssamtakana Heimili og skóli.


Fulltrúar þeirra sem að verkefninu koma við setningu þess í ár.
28
Aug
Nýliðakynningar haustið 2018

Á haustin hefja flestar björgunarsveitir sitt nýliðastarf og taka á móti nýjum félögum sem stefna að því að starfa með þeirri björgunarsveit og hljóta viðhlítandi þjálfun.

Margar sveitir standa fyrir sérstökum nýliðakynningum, þar sem starf og áherslur viðkomandi sveitar er kynnt. Þessar kynningar eru haldnar í húsnæði björgunarsveitanna og opnar öllum sem áhuga hafa á að starfa með þeim. Nýliðastarfið hefst í flestum tilfellum viku síðar

25
Jun
Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í verkefninu "Icelandic Pledge"

Ferðamenn geta heitið ábyrgri ferðahegðun strax við komuna til Íslands

Í sumar mun Íslandsstofa ásamt samstarfsaðilum halda áfram með herferðina The Icelandic Pledge sem hvetur ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Hnappur hefur verið settur upp á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Isavia og var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrst til að heita því að vera ábyrgur ferðamaður þar og hóf þannig verkefnið þetta árið.

Þo´rdi´s Kolbru´n Reykfjo¨rð Gylfado´ttir verð 25. júní fyrst til þess að y´ta a´ hnappinn og heita þvi´ að vera a´byrgur ferðamaður.

1 - 6 af 3299
1 2 3 4 5  > Gerast bakvörður