Slysavarnafélagið Landsbjörg - Fréttir & tilkynningar
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Fréttir & tilkynningar

27
Feb
Við leitum að starfsmanni í framleiðslu og upptökur á fræðslu- og kynningarefni

Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að reynslumiklum einstaklingi til að vinna við framleiðslu og upptöku  á fræðslu og kynningarefni fyrir félagið. Um 100% starf er að ræða. 

Helstu verkefni eru: 

  • Kvikmyndataka og eftirvinnsla 
  • Framleiðsla á fræðslu og kynningarefni 
  • Framleiðsla á efni fyrir samfélagsmiðla   
  • Flokkun og skráning á myndefni 
  • Almenn skrifstofustörf 
Umsóknarfrestur er til 9. mars 2020
28
Jan
Við leitum að verkefnastjóra innkaupa og sölu

Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að reynslumiklum einstaklingi til að sjá um innkaup, innflutning og sölu. Um 100% starf er að ræða.

28
Nov
VÍS af­henti Slysa­varna­skóla sjó­manna hundraðasta flot­gall­ann

Í dag tóku full­trú­ar Slysa­varna­skóla sjó­manna á móti tíu nýj­um flot­göll­um frá VÍS og er þetta jafn­framt í tí­unda sinn sem trygg­inga­fé­lagið gef­ur skól­an­um slíka galla. All­ir flot­gall­ar sem nem­end­ur og kenn­ar­ar skól­ans nota til að æfa björg­un og meðferð björg­un­ar­búnaðar eru frá VÍS.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, tekur við 100. gallanum frá Helga  Bjarnasyni forstjóra VÍS
15
Nov
Við leitum að bókara í 100% starf

Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að reynslumiklum einstaklingi til að sjá um bókhald félagsins. Um 100% starf er að ræða.

Erum við að leita að þér?

02
Jul
Landsmót unglingadeilda á Siglufirði

Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbargar fór fram á Siglufirði dagana 26. - 30. júní, fjörið hófst á miðvikudegi og stóð fram á sunnudag. Landsmótið er hápunkturinn í unglingastarfi félagsins og var þátttaka mótsins góð, voru þar saman komnir 300 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum hvaðanæva af landinu. Skipulagning mótsins var í höndum Unglingadeildarinnar Smástráka með dyggri aðstoð frá björgunarsveitinni Strákar og slysavarnadeildinni Vörn og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig.

03
Jun
Afhending viðurkenningar á Sjómannadaginn 2. júní 2019

Á Sjómannadaginn 2019 hlaut áhöfn Páls Pálssonar ÍS 102 viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna.

Skipstjóri er Páll Halldórsson en Sigríður Inga Pálsdóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.


1 - 6 af 3305
1 2 3 4 5  > Gerast bakvörður