Slysavarnafélagið Landsbjörg - Bjargaði tveimur frönskum ferðamönnum úr Krossá
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Bjargaði tveimur frönskum ferðamönnum úr Krossá

Núna um helgina vann Ámundur Þór Kristmundsson gríðarlegt þrekvirki er hann bjargaði  2 frönskum ferðamönnum úr Krossá. Bíll þeirra Suzuki jepplingur flaut niður ánna er þau hofðu verið að reyna að keyra yfir.  Ásmundur er meðlimur í bjsv. Suðurnes.  Hér á eftir er atburðarrásinni lýst eins og Ásmundur upplifði hana.
Ásmundur og kærastan hans voru að ganga frá Húsadal að Langadal þegar þau heyra óp og köll. Þau sjá hlaupandi fólk eftir árbakkanum og þegar þau fara að líta betur sjá þau bíl fljóta í ánni.  Bílinn flýtur um 1 til 2 km þar sem hann festist.  Ásmundur hleypur í átt að ánni og sér að maður í bílnum er að reyna að komast út úr bílnum og vaða til þeirra. Ásmundur nær að kalla til mannsins og biður hann um að bíða í bílnum.  Straumurinn er gríðarlegur og hættulegt fyrir manninn að reyna að komast í land. Ásmundur festir sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og veður út í ánna. Hann biður ferðafólk á bakkanum að draga sig í land ef hann skildi fljóta niður ánna.  Veður hann síðan af stað til  frönsku ferðamannanna. Þegar hann kemur að bílnum grípur franski ferðamaðurinn í hann og heldur fast, Ásmundur hafði ákveðið að reyna að ná konunni fyrst í land og reynir að tala við manninn en maðurinn er það skelkaður að hann sleppir ekki takinu.  Ásmundur gefur þá fólkinu á bakkanum merki um að draga þá í land.  Við það fer Ásmundur á bólakaf en franski ferðamaðurinn nær að halda höfðinu uppúr.  Þannig eru þeir dregnir í land, þegar þeir eru komnir á þurrt  fær Ásmundur kuldakast og er ekki viss um að hann treysti sér aftur út í ánna.  Biður hann mann sem þarna var að fara og aðstoða konuna en sá maður treysti sér ekki í það en stappar stálinu í Ásmund og segir honum að hann geti þetta alveg.  Þarna var Ásmundur orðinn aðeins þrekaður en við þessi orð mannsins fær hann þá tilfinningu að hann geti þetta alveg og fer aftur út í ánna.  Í það skiptið missir hann fótana og flýtur niður ánna.  Er hann dreginn uppúr og fer hann ofar í ánna og lætur strauminn bera sig að bílnum.  Þar nær hann taki á bílnum þar sem franska konan bíður björgunar.  Þegar hann nær til hennar tekur hún utan um hann og eru þau dregin í land.  Þegar að bakkanum kemur biður Ásmundur fólkið á bakkanum að taka konuna því hann er orðinn svo uppgefinn að hann nær ekki að standa upp, konan er tekin í land og síðan er Ásmundur einnig aðstoðaður við að komast uppúr ánni.  Þarna er hann gjörsamlega búinn á því andlega og líkamlega og þar sem hann liggur á bakkanum finnur hann hvernig  þær tilfinningar sem hann er búinn að upplifa yfirtaka hann og finnur hann fyrir ótta og hræðslu.  Fólkið sem var fyrir á bakkanum og kærasta hans ná að róa hann og eftir smá stund nær hann að standa upp og fara í þurr föt.  Ásmundur segir að hann hafi aldrei upplifað annað eins hvorki á æfingum né í starfi sveitarinnar, en sú tilfinning að bjarga tveimur mannslífum séu forréttindi og myndi hann glaður gera það aftur.

Til baka HringduGerast bakvörður