Slysavarnafélagið Landsbjörg - Skýlið í Fljótavík gert upp
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Skýlið í Fljótavík gert upp

Þann 12-13 ágúst síðastliðinn fóru Tindamenn frá Hnífsdal í ferð til Fljótavíkur til að gera upp neyðarskýli sem sveitin á þar. Skýlið var farið að láta á sjá og tími til kominn að veita því smá andlitslyftingu. Meðal annars var skipt um járn á þaki skýlisins og það málað að utan. Nú er það sveitinni og félaginu til sóma. Undanfarin ár hefur verið í gangi átak innan félagsins í skýlamálum þar sem gera á upp þau skýli sem skulu standa en fjarlægja önnur sem hafa lokið hlutverki sínu. 

Til baka HringduGerast bakvörður