Slysavarnafélagið Landsbjörg - Á leið til Reykjavíkur með þyrlu
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Á leið til Reykjavíkur með þyrlu

Búið er að bjarga fólki sem sat fast á þaki bíls í Námskvísl við Landmannalaugar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn um klukkan 18:45 og klukkan rúmlega 19:00 var búið að hífa alla ferðalangana um borð. Hún flaug með fólkið til Reykjavíkur.

Ástand þess var eftir atvikum en ljóst að ekki mátti muna miklu um að illa færi. Bíllinn grófst hægt dýpra í ána og þegar fólkinu var bjargað náði vatnið upp á miðjar rúður.

Þegar ljóst varð að þyrlan hafði náð fólkinu um borð var björgunarsveitum snúið við. Um 30 manns frá fjórum sveitum voru á leið á staðinn, á bílum, vélsleðum og snjóbíl.

Til baka HringduGerast bakvörður