Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn var kölluð út fyrr í dag vegna fimm háhyrninga sem strönduðu við Heiðarhöfn á Langanesi í dag. Sex menn úr sveitinni fóru á staðinn og hafa unnið að því að bjarga þeim. Þegar þetta er skrifað er búið að bjarga einhverjum dýranna en önnur eru dauð. Einn af háhyrningunum er kálfur sem syndir rakleiðis aftur upp í fjöru þegar búið er að koma honum út. Myndina tók Líney Sigurðardóttir, bjsv. Hafliða. Fleiri myndir má sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/29/fimm_hahyrningar_strandadir/