Slysavarnafélagið Landsbjörg - Slys í Reynisfjöru
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Slys í Reynisfjöru

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um  kl 18 í kvöld þar sem maður hafði farið í sjóinn í Reynisfjöru. Fyrstu björgunarmennirnir voru komnir að manninum um 40 mínutum eftir að hann lenti í sjónum. Maðurinn hafði verið í um 30 mínutur í sjónum þegar hann náði landi og var orðinn mikið þrekaður. Þyrla þyrluþjónustunnar, sem var þarna skammt frá, náði að lenda hjá manninum og flytja hann í land. Þyrla gæslunnar er einnig komin á svæðið og er þyrlulæknirinn að meta hvort flytja þurfi manninn á sjúkrahús.

Til baka HringduGerast bakvörður