Slysavarnafélagið Landsbjörg - Við stöndum vaktina í sumar - og Olís í dag
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Við stöndum vaktina í sumar - og Olís í dag

Í dag munu sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar standa vaktina á völdum ÓB og Olís stöðvum um land allt. Tilgangurinn er að afhenda ferðalöngum lítinn poka með fræðsluefni og örlitlum glaðningi og hvetja um leið til öruggra ferðalaga í sumar.

Vaktin verður staðin frá kl. 16 - 20 eða svo lengi sem birgðir endast. Á sama tíma leggja fyrstu hópar sjálfboðaliða af stað til starfa á hálendisvakt björgunarsveita. Eins og fyrri ár munu fimm hópar verða næstu átta vikur á fjórum stöðum á hálendinu innlendum sem erlendum ferðamönnum til halds og trausts. Alls taka um tvö hundruð sjálfboðaliðar félagsins þátt í verkefninu og koma þeir úr hinum ýmsu björgunarsveitum og slysavarnadeildum félagsins.

Olís mun bjóða viðskiptavinum sínum afslátt af eldsneyti svo það er um að gera að kíkja á einhverja af þessum ÓB eða Olís stöðvum: Norðlingaholti Reykjavík, Langatanga Mosfellsbæ, Tryggvabraut Akureyri, Borgarnesi, Hellu, Selfossi, Húsavík, Siglufirði, Stykkishólmi, ÓB Ísafirði, ÓB Blönduósi og ÓB Reykjanesbæ.

Til baka HringduGerast bakvörður