Slysavarnafélagið Landsbjörg - Annir á Austfjörðum
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Annir á Austfjörðum

Á annað hundrað björgunarmenn hafa verið við störf á Austurlandi í morgun. Óveðrið er að ganga yfir en veður er þó enn slæmt víða, t.a.m. á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Fjöldi verkefna hefur verið mikill og tjón víða nokkurt. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu verkefni þar sem björgunarsveitir hafa verið að störfum í nótt og í morgun.
Höfn
Þak að losna, þakplötur að fjúka, hurð á skemmu fýkur upp, rúða springur, grindverk fjúka, bátar losna upp í höfninni.

Eskifjörður
Sjóhús liðast í sundur, smábátahöfnin að liðast í sundur, þök fjúka, tvær bryggjur losnuðu, fjúkandi þakplötur, vatn grefur í sundur vegi.

Vopnafjörður
Hreinsa niðurföll, skjólveggur að fjúka, þakplata af bæ í sveitinni.

Neskaupsstaður
Hliðin úr spennustöð Rarik, tré brotna, þakplötur fjúka, segl rifnar á skemmtibát, bátur festur, svalahurð fýkur upp, klæðning fauk af sjóhúsi/Ölvershúsi, hemja þurfti restina. Plötur að flettast af þaki á gömlu vélaverkstæði. Vakta skipin og smábátahöfnina. Ýmislegt að fjúka um allan bæ. Rafmagnslaust í morgun.

Breiðdalsvík
Snarvitlaust veður, töluverðar skemmdir á hafnarsvæði og vegum í kring
Skemmdir við höfnina, þjóvegur 1 um Meleyri talsvert skemmdur, sjór gengur yfir hann, mikið grjót á honum og malbik farið að losna, smábátabryggjan laus, bátar farnir að skemmast, klæðning fýkur af hóteli, malbik fýkur af vegi innan við gömlu steypustöðina, þakplötur losna af bílskúr.

Djúpivogur
Brotin rúða, þakkantur að fjúka, lausir hlerar í Faktorshúsi, fjúkandi grindverk

Seyðisfjörður
Fjúkandi fiskikör út úm allt, eftirlitsferðir um bæinn

Hérað
Flæðir inn í hús, dælingar, trampólín að fjúka

Fáskrúðsfjörður
Trampólín og fiskikör fjúka, flæddi inn í hús, síldartunnur fjúka, klæðning losnar af húsi, þak losnar, garðhúsgögn og timbur fjúka, þakplötur af íbúðarhúsi, klæðning af félagsheimilinu, mikið tjón á sveitabæ; þakgluggi farinn, þakplötur að týnast af þaki, þak af hlöðu farið með sperrum og öllu, brotinn rafmagnsstaur og því rafmagnslaust. Hviður yfir 50 m/sek, björgunarsveit bíður færis að komast að bænum

Reyðarfjörður
Klæðning að fjúka, vegur við Andapoll í sundur, lausar þakplötur, brotnar rúður, skýli að fjúka, hurð að fara af hjörum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Eskifirði í morgun. 

Til baka HringduGerast bakvörður