Slysavarnafélagið Landsbjörg - Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Á landsþingi Slysavarnafélagins Landsbjargar sem fór fram á Akureyri um helgina var kjörin ný stjórn félagsins. Sjálfkjörinn formaður félagsins var Smári Sigurðsson sem gegnt hefur formennskunni síðustu tvö ár. Með honum í stjórn voru kjörin Þór Þorsteinsson, Hallgrímur Óli Guðmundsson, Auður Yngvadóttir, Guðjón Guðmundsson, Otti Rafn Sigmarsson, Valur S. Valgeirsson, Svanfríður Anna Lárusdóttir og Gísli V. Sigurðsson. Stjórn félagsins er kjörin til tveggja ára af fulltrúum björgunarsveita og slysavarnadeilda af öll landinu.

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti óvænt þingið og ávarpaði gesti. Ræddi hann um mikilvægi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar í störfum sínum, til þeirra væri leitað 

Úr stjórn gengu þeir Andri Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Þorvaldur Hallsson og Leonard Birgisson þakkaði formaður félagsins þeim góð störf í þágu félagsins.

Félagslegir endurskoðendur voru kjörin Margrét Þóra Baldursdóttir og Garðar Eiríksson og til vara Bryndís F. Harðardóttir

Formaður fjárveitinganefndar var sjálfkjörinn Ingimar Eydal og í nefndina voru kjörin Gunnar Örn Jakobsson, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Kjartan Kjartansson og Sigurlaug Erla Pétursdóttir.

Formaður laganefndar var sjálfkjörinn Björn Guðmundsson og í nefndina voru kjörin Margrét Rán Kjærnested og Eiður Ragnarsson.

Formaður uppstillinganefndar var sjálfkjörinn Adolf Þórsson og með honum í nefndina voru kjörin Borgþór Hjörleifsson og Lilja Magnúsdóttir. 

Til baka HringduGerast bakvörður