Slysavarnafélagið Landsbjörg - Fengu flotgalla að gjöf frá Vís
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Fengu flotgalla að gjöf frá Vís

Þráinn Eiríkur aðstoðarskólastjóri veitir göllunum móttöku frá Helga Bjarnasyni forstjóra VÍS

Slysavarnarskóli sjómanna fékk í dag nýja flotgalla að gjöf en gallarnir eru notaðir í verklegri björgunarkennslu sjómanna. Það var tryggingafélagið VÍS sem færði skólanum þessa gjöf en VÍS hefur unnið með Slysavarnarskólanum að öryggismálum sjómanna síðan 2010. Sem hluti af því samstarfi hefur VÍS gefið skólanum 80 flotgalla.

„Við stefnum ótrauð áfram í að viðhalda þessu farsæla forvarnasamstarfi og finna nýja leiðir og aðferðir til að efla öryggi sjómanna enn frekar,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

Helgi kynnti sér í dag starf Slysavarnarskólans og tók þátt í björgunaræfingum með nokkrum nemendum sem voru á nýliðasnámsskeiði.

„Það var ótrúlega gaman. Slysavarnaskóli sjómanna og starf hans er einstakt á heimsvísu og við höfum við notuð góðs af samstarfi okkar með honum. Við hjá VÍS eru gríðarleg stolt að yfir því að hafa verið samherjar skólans síðustu 8 ár í að efla öryggismál til sjós“

Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson. Á myndinni eru Helgi Bjarnason forstjóri VÍS (t.v.) og Þráinn Eiríkur Skúlason aðstoðarskólastjóri Slysavarnarskólans (t.h)

Til baka HringduGerast bakvörður