Slysavarnafélagið Landsbjörg - Forseti Íslands sendir björgunarsveitarfólki kveðju í kjölfar mikils vatnsveðurs
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Forseti Íslands sendir björgunarsveitarfólki kveðju í kjölfar mikils vatnsveðurs

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi björgunarsveitarfólki eftirfarandi kveðju í framhaldi af aðgerðum í tengslum við mikið vatnsveður á suðausturlandi og Austfjörðum á dögunum:


"Kæru liðsmenn björgunarsveita og Rauða krossins, 
starfsfólk Vegagerðarinnar, lögreglu og Landhelgisgæslu, 
og allir aðrir viðbragðsaðilar 

Með þessum örfáu orðum þakka ég fyrir allt ykkar starf síðustu daga vegna vatnavaxtanna austanlands. Enn á ný sjáum við hve mikils virði það er hér á landi að eiga vel þjálfað fólk sem gengur fumlaust til verka þegar takast þarf á við náttúruöflin. 
Enn á ný sjáum við mikilvægi samstöðu þegar á reynir. 
Gangi ykkur áfram vel að bjarga búfénaði og tryggja öryggi allra á vettvangi.

Með góðri kveðju,

Guðni Th. Jóhannesson
Forseti Íslands"

Til baka HringduGerast bakvörður