Slysavarnafélagið Landsbjörg - 10-15 ára börn fá gefins flugeldagleraugu
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

10-15 ára börn fá gefins flugeldagleraugu

Í 16 ár hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg gefið öllum börnum 10-15 ára gjafabréf fyrir flugeldagleraugum fyrir áramótin. Í samvinnu við Blindrafélagið, Íslandspóst, prentsmiðjuna Odda og Sjóvá verður sama fyrirkomulag í ár enda frábær árangur af forvarnastarfinu.

Í ár fá um 24.000 börn send gjafabréf sem hægt verður að framvísa á öllum flugeldasölustöðum björgunarsveitanna. Heyrir það næstum til undartekninga að fólk noti ekki flugeldagleraugu, hvort sem verið er að skjóta upp eða að njóta sem áhorfandi.

Um hver áramót verða slys tengd flugeldum en með vitundarvakningu og áherslu á forvarnir hefur verulega dregið úr slysum síðasta áratuginn. Það má þó aldrei sofna á verðinum og halda þarf áfram að tileinka sér örugga hegðun tengda umgengni við flugelda.

Góð ráð

  • Geymið flugelda á öruggum stað
  • Flugeldagleraugu vernda augun
  • Ullar og skinnhanskar vernda hendurnar
  • Hafið sérstakar gætur á börnum, notum heyrnarhlífar
  • Huga að fjarlægð frá flugeldum a.m.k 25 metrar
  • Huga þarf að húsdýrum
  • Áfengi og flugeldar fara ekki saman

 

 

Með ósk um ánægjuleg og slysalaus áramót. 

Til baka HringduGerast bakvörður