Slysavarnafélagið Landsbjörg - Skipstjóri skútu sem bjargað var við Íslandsstrendur færir Slysavarnaskóla sjómanna gjöf
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Skipstjóri skútu sem bjargað var við Íslandsstrendur færir Slysavarnaskóla sjómanna gjöf

Áhöfnin á Árna Friðrikssyni færir skólanum gjöfina

Áhöfnin á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, undir stjórn Ingva Friðrikssonar skipstjóra, vann það frækilega afrek að bjarga þriggja manna áhöfn bandarísku skútunnar Valiant sem lenti í hafsnauð í slæmu veðri suðvestur af landinu þann 26. júlí 2017.

Með þakklætisvott fyrir björgunina ákvað skipstjóri skútunnar, Wesley Jones, að sýna þakklæti sitt í formi gjafar sem gæti komið að góðum notum hér á landi. Ákvað hann að gefa Slysavarnaskóla sjómanna talstöðvarbúnað sem notaður verður við að auka öryggi nemenda skólans. Skipstjóri og hluti áhafnar Árna Friðrikssonar ásamt starfsmönnum Slysavarnaskóla sjómanna hittust í skólaskipinu Sæbjörgu í dag þar sem skipst var á þakklætisskjali fyrir gjöfinni. Var hópurinn myndaður við þetta tækifæri.

Er Wesley Jones færðar kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Til baka HringduGerast bakvörður