Slysavarnafélagið Landsbjörg - TM færir Slysavarnaskóla sjómanna sérhannaðan öryggispall
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

TM færir Slysavarnaskóla sjómanna sérhannaðan öryggispall

Á myndum má sjá Methúsalem afhenda Hilmari Snorrasyni skólastjóra sérhannaðan öryggispall til notkunar á fiskikörum.

Á dögunum færði Methúsalem Hilmarsson, ráðgjafi hjá TM, Slysavarnaskóla sjómanna öryggispall sem ætlaður er til nota á fiskikör um borð í skipum. Pallurinn er settur ofan á þau kör sem sjómenn nota til að standa á þegar þeir eru að vinna við önnur kör í lestum.

Er þessi pallur hannaður af Methúsalem og Lárusi Halldórssyni hjá SKARK ehf í samvinnu við sjómenn og hefur hann reynst afar vel til að auka öryggi sjómanna við vinnu í karalestum. Fjöldi slysa og atvika verða á sjómönnum ár hvert við karavinnu í lestum skipa. Mikilvægt er fyrir alla sjómenn að tryggja öryggi sitt og félaga sinna sem best verður á kosið og þar kemur Öryggispallurinn inn sem mikilvægur öryggisbúnaður.
Tvö námskeið í endurmenntun sjómanna voru í gangi í skólanum þegar afhending fór fram að 40 nemendum viðstöddum auk starfsmanna.

Á myndum má sjá Methúsalem afhenda Hilmari Snorrasyni skólastjóra Öryggispallinn.

Til baka HringduGerast bakvörður