Slysavarnafélagið Landsbjörg - Samstarf við ISAVA um eflingu hópslysaviðbúnaðar
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Samstarf við ISAVA um eflingu hópslysaviðbúnaðar

Hópslysakerrurnar eru íslensk framleiðsla og hannaðar af starfsmönnum Isavia og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa undanfarin ár eflt hópslysaviðbúnað björgunarsveita á svæðum við ferðamannastaði og flugvelli um allt land. Nýlega lauk verkefni þar sem gengið var skrefinu lengra og hópslysaviðbúnaður efldur þar sem upp á vantar, með 9 sérútbúnum hópslysakerrum sem hannaðar voru af Isavia og SL.

Búnaðurinn í kerrunum miðast við að björgunarsveitafólk geti veitt skjól og aðhlynningu á slysstað utan alfaraleiðar á stöðum þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu og aðrar bjargir. Við val á staðsetningu kerranna var tekið mið af fjölda ferðamanna, viðbragðsaðilum á viðkomandi svæði, áhættugreiningu almannavarna og hópslysaskýrslu Isavia.

Styrktarsjóður Isavia og Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stofnaður árið 2012 með það að markmiði að efla hópslysaviðbúnað í nágrenni flugvalla á Íslandi. Markmiðið var síðar útvíkkað og styrkjum einnig beint til svæða nálægt fjölförnum ferðamannastöðum. Frá stofnun hefur Isavia styrkt björgunarsveitir um allt land um tæplega 40 milljónir króna. Með kerruverkefninu mun Isavia styrkja sveitirnar um 36 milljónir króna til viðbótar.

Frá afhendingu 9 hópslysakerra á Reykjavíkurflugvelli í júní 2018

Í kerrunum er ma. að finna:

  • 18 sjúkrabörur 
  • 30 fm tjald 
  • Rafstöð 
  • Hitablásara 
  • 30 ullarteppi


Til baka HringduGerast bakvörður