Slysavarnafélagið Landsbjörg - Landsmót unglingadeilda á Siglufirði
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Landsmót unglingadeilda á Siglufirði

Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbargar fór fram á Siglufirði dagana 26. - 30. júní, fjörið hófst á miðvikudegi og stóð fram á sunnudag. Landsmótið er hápunkturinn í unglingastarfi félagsins og var þátttaka mótsins góð, voru þar saman komnir 300 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum hvaðanæva af landinu. Skipulagning mótsins var í höndum Unglingadeildarinnar Smástráka með dyggri aðstoð frá björgunarsveitinni Strákar og slysavarnadeildinni Vörn og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig. Að þessu sinnu var bætt við þeirri nýung á landsmóti að bjóða upp á allan mat, það vakti ótrúlega mikla lukku.

Það má með sanni segja að framtíð þessa félags er björt

Mótið hófst með því að öllum, bæði umsjónarmönnum og unglingum, var skipt upp í átta blandaða hópa sem störfuðu saman yfir mótið. Fyrstu tvo dagana fóru hóparnir á átta mismunandi stöðvar, rúma klukkustund á hverri stöð og leystu þar stórskemmtileg verkefni. Stöðvarnar, sem við köllum pósta voru fjölbreyttir og sem dæmi um pósta eru kassaklifur/sig, bátar, fyrsta hjálp, leitartækni, spottavinna, hópefli, landsþing unglinga og þetta árið bættist við sú nýung að unglingarnir fengu að kynnast drónum, bæði ofan sjávar og neðan.

Pósturinn sem kallast landsþing unglinga hefur verið hluti af landsmótinu frá árinu 2005. Hann hefur veitt unglingunum tækifærihafa áhrif á unglingastarf félagsins. Raddir þeirra skipta máli þegar kemur að málefnum um þau og því héldum við umræðunni undir heitinu „Ekkert um okkur, án okkar“  Þetta árið var farið í það hvernig við getum markaðssett unglingastarfið betur. Hvernig við náum betur til unglinga og hvernig getum við gert starfið sýnilegra innan félags sem utan.

Laugardagurinn hefur oft verið sagður skemmtilegasti dagurinn en þá eru björgunarleikar, Í björgunarleikunum þarf hópurinn að fara í gegnum bráðskemmtileg og krefjandi verkefni sem hafa það að aðalmarkmiði að hópurinn vinnur saman og hefur gaman af. Það var ótrúlega mikil stemming í björgunarleikunum og var það guli hópurinn, Svampur Sveinsson, sem bar sigur úr býtum.

Kvölddagkráin var mjög skemmtileg, fyrsta kvöldið, fimmtudagskvöldið, var haldið risa sundlaugarpartý i Sundlauginni á Ólafsfirði og var það Dj Birgitta sem hélt uppi fjörinu.

Á föstudagskvöldið voru haldnir umsjónarmannaleikar en þar kepptu umsjónarmenn í skemmtilegum þrautum og unglingarnir sáu um að hvetja sinn umsjónarmann áfram. Þar sigraði Birna, umsjónarmanaður unglingadeildarinnar Hafstjörnunniar á Ísafirði með stæl.  Lokakvöldið var síðan á laugardagskvöldið og þar var keppt í hinu alræmda reiptogi. Það hefur verið keppt í reiptogi á landsmótum unglingadeilda í fjöldamörg ár og þar keppa unglingadeildir sín á milli. Það var mikill keppnishugur í unglingunum og var það Unglingadeildin Bogga sem fór heim með farandsbikarinn og mun halda upp á hann næstu tvö árin. Það var mikil dagskrá þetta kvöld, Eva Karlotta og Dívurnar komu og héldu uppi fjörinu. Kvöldið var síðan toppað þega Jói P og Króli mættu og trylltu lýðinn.

Að lokum var var mótinu slitið og tilkynnt að næsta Landsmót yrði haldið á Austfjörðum sumarið 2021.  

 

Til baka HringduGerast bakvörður