Slysavarnafélagið Landsbjörg - VÍS af­henti Slysa­varna­skóla sjó­manna hundraðasta flot­gall­ann
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

VÍS af­henti Slysa­varna­skóla sjó­manna hundraðasta flot­gall­ann

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, tekur við 100. gallanum frá Helga  Bjarnasyni forstjóra VÍS

Í dag tóku full­trú­ar Slysa­varna­skóla sjó­manna á móti tíu nýj­um flot­göll­um frá VÍS og er þetta jafn­framt í tí­unda sinn sem trygg­inga­fé­lagið gef­ur skól­an­um slíka galla. All­ir flot­gall­ar sem nem­end­ur og kenn­ar­ar skól­ans nota til að æfa björg­un og meðferð björg­un­ar­búnaðar eru frá VÍS.

Helgi Bjarna­son, for­stjóri VÍS, fagnaði áfang­an­um í dag og lagði áherslu á þátt Slysa­varna­skóla sjó­manna í að stór­fækka slys­um á sjó­mönn­um. „Hér er unnið frá­bært starf og það er okk­ur sér­stök ánægja að halda upp á 10 ára far­sælt sam­starf sem hef­ur aukið ör­yggi sjó­manna og fækkað slys­um um borð hjá viðskipta­vin­um okk­ar í sjáv­ar­út­vegi. Við hlökk­um til að vinna með skól­an­um áfram og halda nem­end­um og kenn­ur­um á floti í nýj­um og góðum göll­um!“

Sam­starfið við Slysa­varna­skól­ann er liður í stór­auk­inni áherslu VÍS á ör­yggi sjó­manna og for­varn­ir í sjáv­ar­út­vegi. Flest­ir nem­end­ur Slysa­varna­skóla sjó­manna eru starf­andi á fiski­skip­um en sam­kvæmt lög­um þurfa sjó­menn bæði grunn­mennt­un og reglu­lega end­ur­mennt­un í ör­ygg­is­mál­um og fer bók­leg og verk­leg kennsla, til dæm­is í meðferð björg­un­ar­búnaðar, fram um borð í skóla­skip­inu Sæ­björgu.

Til baka HringduGerast bakvörður