Slysavarnafélagið Landsbjörg - Við leitum að verkefnastjóra innkaupa og sölu
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Við leitum að verkefnastjóra innkaupa og sölu

Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að reynslumiklum einstaklingi til að sjá um innkaup, innflutning og sölu. Um 100% starf er að ræða.

Helstu verkefni eru:

 • að hafa umsjón með lager, framleiðslu, vöruþróun, innkaupum og dreifingu flugelda
 • að vera tengiliður við einingar félagsins vegna flugelda
 • að sjá um samskipti við innlenda og erlenda birgja
 • að hafa yfirumsjón með sölumálum félagsins
 • að sinna ráðgjöf við kaup á búnaði og aðstoð við einingar félagsins við innkaup
 • að sinna innkaupum á vörum og búnaði fyrir félagið og einingar þess
 • almenn skrifstofuvinna

Hæfniskröfur:

 • reynsla af markaðs- og/eða sölustörfum
 • þekking og reynsla af alþjóðaviðskiptum
 • góð almenn tölvukunnátta
 • skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • liðshugsun og þekking á félagsstörfum
 • góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
 • þekking á starfsemi félagsins æskileg
 • meirapróf og réttindi á lyftara æskileg
 • hreint sakavottorð

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í síma 570 5900 eða gunnar@landsbjorg.is

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar fyrir 5. febrúar 2020 á gunnar@landsbjorg.is

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landsamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagið er ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi.

Til baka HringduGerast bakvörður