Slysavarnafélagið Landsbjörg - Kvennfélag Kópavogs styrkir starf félagsins
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Kvennfélag Kópavogs styrkir starf félagsins

Sigrún Eliseudóttir, Rannveig Garðarsdóttir og Helga Skúladóttir hittu Þór Þorsteinsson (formann SL) og Jón Svanberg Hjartarson (framkvæmdastjóra)

Á dögunum var Kvennfélag Kópavogs lagt niður eftir rúmlega 60 ára starf og eignum þess komið til líknar- og menningarmál.

Stofnaður hafði verið sjóður til minningar um Áslaugu Maack, fyrsta formann félagsins árið 1952. Vaskar konur úr stjórn kvennfélagsins kíktu í heimsókn og færðu Slysavarnafélaginu Landsbjörg að gjöf 2 milljónir króna úr sjóðum, sem nýtast munu til að styðja við öflugt starf félagsins um land allt.

Við erum þakklát fyrir það að forsvarskonur kvennfélagsins styrki mikilvægt starf sjálfboðaliða okkar með svo myndalegum hætti.

Til baka HringduGerast bakvörður