Hópsýking

Hópsýking

Hver félagseining er hvött til að setja sér sína áætlun um viðbragð ef upp kemur sýking og hvernig skal bregðast við.  Margar leiðir er að gerð svona áætlunar og  nauðsynlegt er að sníða sína eftir stærð félagseiningar, húsnæði og fleiru.  Mjög gott er að hafa leiðbeiningar frá yfirvöldum til viðmiðunar um fjölda- og fjarlægðartakmarkanir eins og er að finna inn á www.covid.is

 Gott er að hafa eftirfarandi punkta í huga við gerð áætlunar

 • Er félagsfólki skipt upp t.d varðandi útkallshópa
 • Eru hópar hvattir til að halda aðskilnaði til að smit berist ekki á milli
 • Ef útkallshópur hefur verið í útkalli þar sem möguleiki er á smiti hversu langur tími á að líða áður en hann má koma aftur í hús
 • Hvernig er sóttvörnum háttað t.d. í bílum, húsnæði og öðrum tækjum
 • Hverjum á að tilkynna ef sýking kemur upp hjá félagsfólki, á að tilkynna formanni sveitarinnar og /eða  stjórnarfólki
 • Er húsnæði félagseiningarinnar lokað á meðan eða hvernig er umgengni við það háttað ef sýking kemur upp
 • Er öllum félögum tilkynnt ef sýking kemur upp og þá hvernig
 • Hvernig vill félagseiningin aðstoða við smitrakningu, t.d. hvetja sitt félagsfólk að vera með Rakning appið, halda góða skrá um þá sem eru í húsi hverjir sinn og hverjir fóru í útkall, t.d. aðgeragrunnur
 • Er félagseiningum í nágrenni eða á sama svæði tilkynnt um sýkingu og þá hver sér um það
 • Mikilvægt er að tilkynna svæðisstjórn á svæðinu um sýkinguna og hvaða áhrif sóttkví hefur á félagseininguna
 • Ef smit kemur upp er gott að vera með tékklista um hvernig húsnæði, tækjabúnaður og annar búnaður félagseiningar er þrifinn og sótthreinsaður sem félagsmaður eða félagsmenn hafa notað eða komið við

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

 • ms_hvitt