Sæbjörg

Starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hefur tekið mið af þeim aðstæðum og því hættustigi sem er í gildi hverju sinni í Kórónufaraldrinum. Settar hafa verið skýrar reglur fyrir nemendur og starfsmenn varðandi samgang og viðveru í skólanum. Í gildi er viðbragðsáætlun ef smit kæmi upp eða starfsmenn sendir í sóttkví. Skólinn fer í einu og öllu eftir fyrirmælum stjórnvalda hverju sinni.

Þeir sem ætla að sækja námskeið skólans þurfa að gera sér grein fyrir að nemendur koma víða að. Því er afar mikilvægt að hafi fólk einhverjar grunsemdir eða áhyggjur af að hafa smitast eða eigi von á að vera sett í sóttkví að afboða sig á námskeið og fá nýjan tíma. Einstaklingar sem finna fyrir einkennum eiga að hringja í 1700 til að fá leiðbeiningar. Nemendur sem finna fyrir slappleika skulu halda sig heima en láta sér ekki batna hjá okkur.

Brýnt er fyrir öllum að fyrirbyggja sýkingar og rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum eins og vandaðri handhreinsun og gæta hreinlætis í hvívetna.

 Reglur námskeiðs:

  • Nota handþvott, spritt og hanska
  • Nemendum er skylt að bera grímur meðan þeir eru í skólanum
  • HALDIÐ A.M.K. RÁÐLAGÐRI FJARLÆGÐ STJÓRNVALDA
  • Ekki heilsast með handabandi eða faðmlögum
  • Ávallt að vera með hanska á höndum í verklegum æfingum
  • Hóstið eða hnerrið í olnbogabót
  • Bannað að hrækja á þilför og/eða í sjóinn
  • Fylgið fyrirmælum kennara við hreinsun og þrif á þeim búnaði sem notaður er á verklegum æfingum

Takk fyrir stuðninginn

Aðalstyrktaraðilar okkar veita ómetanlegan stuðning

  • ms_hvitt