Slysavarnafélagið Landsbjörg - Dagskrá
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Dagskrá

Slysavarnir 2017 - ráðstefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Föstudagur 20. október

Gullteigur A og B

10:30-10:40 | Setning - Smári Sigurðsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

10:40-10:50 | Ávarp - Hr. Guðni Th. Forseti Íslands

10:50-11:30 | Opnunarfyrirlestur - Slysaskráning sem forvörn á slysum - Susanne Nijman
Slysaskráning hérlendis er umræðuefni sem alltaf kemur upp enda tölfræði úr slysaskráningu grundvöllur þess að hægt sé að beita slysavörnum í rétta átt. Susanne Nijaman hefur marktæka þekkingu á málaflokknum úr heimalandi sínu, Hollandi og mun fjalla um hvernig hún er nýtt þarlendis.

11:30-12:00 | Pallborðsumræður um slysaskráningu á Íslandi.
Brynjólfur Mogensen prófessor, yfirlæknir, Svanfríður Anna Lárusdóttir stjórnarkona Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi, Gunnar Geir Gunnarsson Samgöngustofu, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá. Umræðum stýrir Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður.

12:00-13:00 | Matur

LENDINGARSIDA-hausar-slysavarnir-600px.jpg

Gullteigur A 

13:00-13:45 | Eru margar hraðahindranir enn í veginum? - Sigrún Þorsteinsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir hefur starfað við slysavarnir hérlendis í hartnær 20 ár og mun fara yfir málaflokkinn í erindi sínu. Velta upp hvort við séum að sofna á verðinum, hvort einhverjir málaflokkar eru að gleymast og síðasta en ekki síst hvort við erum á réttri braut?

14:00-14:45 | Er notkun reiðhjólahjálma árangursík leið til að draga úr höfuðmeiðslum í reiðhjólaslysum?- Jake Olivier
Iðkun hjólreiða hefur margfaldast hér á landi síðustu árin og enn eru hér afskaplega skiptar skoðanir á gagnsemi reiðhjólahjálma. Í fyrirlestri sínum spyr Jake Oliver hvort notkun þeirra sé árangursrík leið til að draga úr höfuðmeiðslum. Til að leggja fram svar við þeirra spurningu styðst hann við niðurstöður úr rannsókn á yfir 64.000 slysum.

15:00-15:45 | Af hverju má ég þegar aðrir mega það ekki? - Einar Magnús Magnússon
Hvað vitum við um afleiðingar farsímanotkunar við akstur og hvað finnst okkur um hana ? Einar Magnús hjá Samgöngustofu mun í erindi sínu fjalla um þá gríðarlegu aukningu á snjallsímanotkun við akstur sem er staðreynd og þörfina á því að bregðast við.

Laugardagur 21. október

Gullteigur A 

09:00-09:45 | Könnun á öryggi barna í bílum - Gunnar Geir Gunnarsson
Í áraraðir hafa félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðið vaktina við leikskóla landsins og kannað hvernig bílstólanotkun hjá börnum er háttað. Verkefnið er unnið í samvinnu við Samgöngustofu og í erindi sínu mun Gunnar Geir deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar sýna niðurstöður þessara kannana.

10:00-10:45 | Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra - Ósk Jórunn Árnadóttir
Á Akureyri hefur tíðkast að heimsækja eldri borgara og fara með þeim yfir eitt og annað er snýr að lífi einstaklingsins, meðal annars sem snýr að öryggismálum á heimilinu og í umhverfinu. Ósk Jórunn Árnadóttir þekkir þessar heimsóknir vel og hvaða árangri þær skila.

11:00-11:45 | Eurosafe 2017- Hvað eru önnur evrópulönd að gera- yfirferð og umræður - Halldróra Bjarney
Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið og í erindi sínu munu þær Svanfríður Anna og Halldóra Bjarney fara yfir hvað önnur Evrópulönd eru að gera í slysavörnum og þannig fáum við að ferðast um Evrópu með slysavarnagleraugun á höfðinu.

12:00-13:00 | Matur

13:00-13:45 | Flugeldar og forvarnir- Birgir Ómarsson
Lengi vel voru neikvæðar fréttir um flugeldaslys fastur liður eftir hver áramót. Þetta hefur breyst með markvissri forvarnarvinnu og mun Birgir Ómarsson fara yfir hvernig þeim árangri var náð og nauðsyn þess að halda áfram á sömu braut.

14:00-14:45 | Hvernig getum við aukið öryggisvitund okkar - Magnús Hákonarson
Hefur ákveðni og kraftur áhrif á öryggi okkar, getur það leitt okkur í vandræði. Þessari spurningu og hvernig við upplifum og hegðum okkur í kringum hættur eru umfjöllunarefni Magnúsar Hákonarsonar í hans erindi.

15:00-15:45 | Vinnustofa- Hvert eigum við að beina sjónum okkar í slysavörnum?
Hvert beinum við sjónum okkar í almennum slysavörnum eru yfirskrift vinnustofu þessarar og þar á að horfa til þess hvar og hvernig félagið á að beita sér í málaflokknum.

LENDINGARSIDA-hausar-ferdamenn-600px.jpg

Föstudagur 20. október

Gullteigur B 

13:00-13:45 | Stýring ferðamanna, öflugasta forvörnin? - Jónas Guðmundsson
Stýring ferðamanna er hugtak sem ekki hefur verið í daglegri orðræðu hér lengi. Markviss og rétt stýring er þó grundvöllur fyrir verndun ferðamanns og náttúru. Erum við að beita henni rétt eða yfirleitt og hvernig getur hún komið í veg fyrir eða fækkað óhöppum eru atriði sem Jónas Guðmundsson ræðir í sínum fyrirlestri. 

14:00-14:45 | Heildstæð nálgun á slysavarnir vegna snjóflóða - Karl Karlssen
Í fyrirlestri sínum mun Karl Karlssen segja frá hvernig Kanadabúar nálgast snjóflóðafræðslu og upplýsingagjöf á heildstæðan hátt til ferða- og útivistarfólks en þeir nálgast markhópinn strax í grunnskóla.

15:00-15:45 | Öryggi ferðamanna er órjúfanlegur hluti af almannaöryggi - Víðir Reynisson
Víðir Reynisson starfaði sem deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra um langt skeið og starfar nú við almannavarnarmál á Suðurlandi. Þar reynir oft á og mun Víðir í erindi sínu fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals og hvernig lögreglan á Suðurlandi vinnur að öryggi ferðamanna.

Laugardagur 21. október

Gullteigur B

09:00-09:45 | Vakinn, fyrirhyggja í ferðaþjónustu - Elías Bj. Gíslason
Vakinn, gæðakerfi ferðaþjónustunnar er eitt öflugasta stjórntækið varðandi öryggi ferðamanna sem er í notkun er hérlendis. Hátt í 200 fyrirtæki hafa tekið kerfið í notkun eða vinna að innleiðingu. Slys gera nefnilega oft boð á undan sér og í erindi sínu fjallar Elías Bj. Gíslason um hvernig Vakinn nýtist til að koma í veg fyrir þau.

10:00-10:45 | Miðlun og mikilvægi viðvarana og annara upplýsinga um veður og náttúruvá - Elín Björk Jónasdóttir
Það þarf ekki að ferðast lengi um Ísland til að átta sig á því að veður getur spilað stóran þátt. Miðlun og mikilvægi réttra upplýsinga um veður og náttúruvá er því lykilatriði og mun Elín Björk hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands fara yfir nýjungar í þeirra starfi sem eiga eftir að skila betri upplýsingum til notanda.

11:00-11:45 | Vinnustofa um hálendisvakt, nútíð og framtíð
Í vinnustofu um hálendisvakt er reiknað með samtali þátttakenda um nútíð og framtíð hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Erum við á réttri leið með verkefnið, erum við á réttum stöðum og eru áherslur réttar eru punktar sem varpað gæti verið fram.

12:00-13:00 | Matur

13:00-13:45 | Áhættustjórnun í ferðaþjónustu, fyrir hvern ? - Hildur Kristjánsdóttir
Að geta metið áhættu á ferðamannastöðum er lykilatriði í öryggi ferðamanna. Síðustu mánuði hefur verið unnið að verkfæri, áhættumatstóli á vegum Stjórnstöðvar ferðamála og mun Hildur Kristjánsdóttir starfsmaður hennar kynna þá vinnu og hvernig verkfærið á eftir að nýtast fjölmörgum starfsmönnum ferðaþjónustu hérlendis.

14:00-14:45 | Erlendir vegfarendur, áskoranir og viðbrögð Vegagerðarinnar - Einar Pálsson og Auður Þóra
Fjöldi ferðamanna síðustu árin hefur því sem næst fimmfaldast með tilheyrandi álagi á vegakerfi landsins. Auður og Einar frá Vegagerðinni munu í erindi sínu segja frá vinnu þeirra síðustu árin, til hvaða forvarnaratriða hefur verið gripið og hvernig upplýsingagjöf er háttað.

15:00-15:45 | Hvað erum við sjálf að gera í slysavörnum ferðamanna - yfirferð og umræður
Í vinnustofu sem ber heitið Hvað erum við sjálf að gera í slysavörnum ferðamanna verður farið hratt yfir helstu verkefni málaflokksins hjá félaginu og boðið upp á umræður um spjall um þau verkefni og málaflokkinn í heild sinni. Gott tækifæri til að hafa áhrif og koma ábendingum á framfæri.

Gerast bakvörður